22.4.2009 | 16:49
ESB!!
Ég hef trúað því í níu ár að Íslendingar ættu að ganga í ESB.
Ég ætla ekki að skrifa um kosti eða galla bandalagsins hér, en ég mæli eindregið með því að allir þeir sem eru andvígir aðild lesi grein Illuga Jökulssonar er birtist í Fréttablaðinu í dag.
Forsendur fyrir vaxtalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2009 | 23:04
Hressandi
Frábær tíðindi.
Ég vona innilega að trúðurinn með rauðu kinnarnar verði sem lengst á Anfield.
Það er unun að hlusta á manninn tjá sig á enskri tungu!!
Benítez samdi við Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 22:25
Er það satt!!
Ágætis lag og fínn flutningur Jóhönnu. Hún hefur bæði útlitið og röddina til að ná langt.
En ég vill að okkar framlag verði sungið á íslensku.
Raunar tel ég að allar þjóðir eigi að flytja sín lög á eigin tungu. Þessi keppni er orðin frekar einsleit þegar flest lögin eru sungin á ensku.
Lagið Is it true til Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2009 | 20:35
Davíð eins og við þekkjum hann!!
Enn og aftur sýnir Davíð Oddson sitt rétta eðli, skítlega eðlið eins og forseti vor kallaði það.
Dabbi!! Hættu þessum sandkassaleik. Farðu frekar að skrifa bækur eða sinntu öðrum tómstundum.
Þjóðin þarf frið og hvíld frá þér. Þinn tími er löngu liðinn.
Davíð segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 21:49
Mótmælum áfram!!!!
Sú staðreynd að Geir Haarde hafi greinst með illkynja krabbamein er auðvitað mannlegur harmleikur. Samúð mín er hjá honum og fjölskyldu hans.
Þrátt fyrir þessi tíðindi er með öllu ótækt að hætta friðsamlegum mótmælum. Mótmælum má ekki linna fyrr en ríkisstjórnin hefur sagt af sér og stjórn Seðlabankans og fjármálaeftirlits hafi vikið.
Við megum heldur ekki láta óheppileg ummæli Harðar Torfasonar trufla okkur. Hans ummæli eru ekki rödd fólksins!
Geir: Kosið í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.1.2009 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2008 | 10:52
El grand classico
Ágætis leikur í gærkvöld.
Eiður Smári er að mörgu leyti vanmetinn leikmaður hjá stuðningsmönnum Barcelona. Hann hefur það hlutverk að spila einfalt og halda spilinu fljótandi. Hann er ekki áberandi á vellinum en gegnir samt sem áður mikilvægu hlutverki.
Eiður var ekkert sérstakur í gær og var tekinn út af eftir rúmar 60 mínútur. En hann var ekki sá eini sem spilaði undir meðallagi. Þannig var Xavi mjög slakur og í raun hefði átt að taka hann af velli í staðinn fyrir Eið.
Barcelona vann risaslaginn, 2:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2008 | 14:50
Dagurinn í dag
Ég hef lítið fylgst með fréttum síðustu daga. Enda ekkert að frétta.
Á vef Morgunblaðsins er þetta ein mest lesna fréttin:
Gamall og þreyttur stjórnmálamaður frá Svíþjóð er staddur á klakanum. Hann er hér til að segja okkur að kreppan verði Íslendingum erfið og að við sitjum uppi með ónýtan gjaldmiðil. Það þarf gera eitthvað til að redda þessu veseni, og helst fljótlega.
Takk fyrir þetta elsku kallinn minn!
Það var nú samt alveg óþarfi að koma alla leið frá Svíþjóð til að segja okkur þetta.
Svona eru flestar fréttir í dag, tilgangslausar.
En annars fór ég í klippingu í dag. Það var hressandi.
Íslendingar mega ekki bíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2008 | 19:44
Óþolandi!
Fámennur hópur ræðst á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Óskiljanlegt. Þessi aðgerð skilar engum árangri!
Það er sorglegt að sjá hversu mikla athygli slík fíflalæti fá í fréttamiðlum. Það eru jú bara fífl sem hegða sér svona!
Mótmæli við lögreglustöðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.11.2008 | 18:27
Ástandið
Mikið af fólki er ósátt í dag. Bretar og Hollendingar eru ekki glaðir. Íslendingar eru ekki glaðir. Allir eru brjálaðir.
Enginn veit hvað gerist á morgun. Óvissan er erfið.
Annað slagið eru haldnir blaðamannafundir, svona til að halda spennunni og búa til meiri óvissu. Líkt og í Lost.
Margir hafa tapað ævisparnaði sínum eða misst vinnunna. Óþarfi að æsa sig yfir því. Það má nefnilega ekki mótmæla á Íslandi.
Það borgar sig ekki að henda eggjum eða hengja upp fána. Frekar á fólk að safnast saman og ræða málin. Það er mun þægilegra.
Það borgar sig heldur ekki að persónugera þennan vanda. Það er enginn einn sökudólgur. Reyndar eru þeir svo margir að ekki er hægt að kenna neinum um. Þetta bara gerðist.
Íslendingar verða að hlýða ríkisstjórninni. Við eigum að vera stillt. Þá gengur allt betur.
Ríkisstjórnin vill deyfa almenning og halda öllum rólegum.
Vaxandi reiði í garð Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2008 | 15:30
Stórtíðindi
Ég var farinn að sakna þessara blaðamannafunda.
Ætli að fundurinn verði á pólsku.
Kannski býður Geir Haarde blaðamönnum uppá Prins póló, svona í tilefni dagsins.
Ráðherrar boða til blaðamannafundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Ólafur Björnsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar