Ljósið í myrkrinu

Já heyrðu,það voru forsetakosningar í Bandaríkjunum.

Sögulegar kosningar. Lítil umfjöllun á Íslandi um þessi merku tímamót. Eðlilegt segja sumir.

Spyrja má hvort kjör Obama hafi jákvæð áhrif á Ísland. Herra Ólafur Ragnar vonar að Obama verði vinur okkar. Það er smá möguleiki. 

Kannski treysta íslensk stjórnvöld á hið nýja ofurmenni til að bjarga okkur úr öldusjónum. 

Björgólfur bauð Obama til London að horfa á fótboltaleik með West Ham. 

Eftir leikinn fljúga þeir félagar jafnvel til íslands með Iceland express. Flugvélin lendir í Keflavík. Allt í beinni á Ruv.

Obama er mættur. Hann er settur í vörubíl líkt og silfurstrákarnir. Athöfn við Austurstræti. Páll Óskar syngur. Við höfum séð þetta allt áður.


mbl.is Obama ræðir við fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryllingur

Það hefur lyktað illa hér í blokkinni síðustu misseri. Þetta var ólykt sem engin vissi hvaðan kom.

Síðustu daga hefur lyktin versnað. Kannski kom lyktin frá subbulega leigubílstjóranum á neðstu hæðinni. Sennilega.

Í gær var ég sendur niður í geymslu til að sækja fisk í frystikistuna. Mér er illa við geymsluna. Veit ekki afhverju. Kannski er ég hræddur rottur. Í kistunni má finna ýmislegt góðgæti. Kistan var ekki í sambandi. Hafði verið sambandslaus í tvær vikur. Þetta var hryllingur.


Nauðsynlegar og erfiðar aðgerðir

Því miður var þessi aðgerð Seðlabankans nauðsynleg. Í þessum mikla öldudal í efnahagslífi landsmanna virðast allar ákvarðanir vera slæmar en samt sem áður óhjákvæmilegar. Þannig var sú ákvörðun að leita til Alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins ekki endilega góð ákvörðun heldur einfaldlega eini kosturinn í stöðunni. Þetta á líka við fyrirtæki í landinu sem þurfa að segja upp starfsfólki, því miður allt óhjákvæmilegar aðgerðir. Almenningur bætir við yfirdráttinn því að ekkert annað er mögulegt í stöðunni. Svona er Ísland í dag.
mbl.is Óhjákvæmilegt að hækka stýrivexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn er eilífur í starfi.

Persónulega tel ég að Ferguson geti haldið áfram í 10 ár í viðbót. En vissulega skil ég vel að hann ætli að hætta eftir frábær 22 ár á Old Trafford. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna. En að mínu mati kemur aðeins einn þjálfari til greina sem hans eftirmaður. Sá þjálfari býr nú í borg tískunnar á Ítalíu. Þessi magnaði portúgali sem hóf feril sinn hjá Vitória de Setúbal hefur rétta hugarfarið til að stýra rauðu djöflunum.
mbl.is Ferguson:Eitt og hálft ár í viðbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður kostur!

Hinn litríki knattspyrnumaður, Diego Armando Maradona mun að öllum líkindum taka við þjálfun landsliðs Argentínu. Þrátt fyrir að kappinn hafi litla sem enga reynslu sem þjálfari er hann sigurvegari að eðlisfari sem mun koma liðinu að góðum notum. Argentíska landsliðinu hefur gengið illa í undankeppni fyrir HM sem fer fram árið 2010. Ef einhver getur sprautað nýju lífi í liðið er það Diego. Maradona er þjóðhetja í Argentínu og á skilið að fá að spreyta sig sem þjálfari landsliðsins. Hver veit nema Maradona færi þjóð sinni heimsmeistaratitilinn aftur eftir 24 ára bið.
mbl.is Maradona tekur við landsliði Argentínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Ólafur Björnsson

Höfundur

Ólafur Björnsson
Ólafur Björnsson
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband